Dvalar- og hjúkrunarheimilið Hraunbúðir
 

Hraunbúðir er dvalar- og hjúkrunarheimili fyrir aldraða í eigu Vestmannaeyjabæjar. Húsið var gefið til Eyja í kjölfar eldgossins 1973 og hófst starfsemi þar 5 október 1974. Heimilið var í fyrstu dvalarheimili en 1987 fékkst leyfi fyrir hjúkrunar- og dagvistarrýmum við stofnunina. Á Hraunbúðum eru í dag  28  hjúkrunarrými og 8 dvalarrými, ásamt 1 rými fyrir hvíldarinnlögn. Mögulegt er að einstaklingar geti komið til allt að 6 vikna hvíldarinnlagnar á Hraunbúðum, sé þess þörf. Samtímis geta  búið allt að 37 manns á heimilinu. Læknar frá Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja veita Hraunbúðum læknisþjónustu.


Á Hraunbúðum eru einnig til staðar 10 dagdvalarrými fyrir aldraða. Dvalar- og hjúkrunarheimilið er ætlað þeim öldruðum sem ekki er færir um að annast heimilishald þrátt fyrir heimaþjónustu  og aldraða sem eru of lasburða til að dveljast í þjónusturými. Þjónustan sem hver einstaklingur nýtur, fer eftir einstaklingsbundnu mati á þörfum og byggist á hjálp til sjálfshjálpar. Dagdvöl er stuðningsúrræði fyrir aldraða sem búa í heimahúsum. Í dagdvöl aldraðra er boðið uppá ferðaþjónustu milli heimilis og Hraunbúða, tómstundaiðju, aðstöðu til léttra líkamsæfinga, fæði, hvíldaraðstöðu og aðstoð við böðun. Einstaklingar sem þurfa á dagdvöl að halda, geta sótt hana daglega eða ákveðna daga í viku.
Á Hraunbúðum er veitt ýmis konar þjónusta. Föndurstofa er opin alla virka daga eftir hádegi. Þar er hárgreiðslustofa og fótaaðgerðastofa. Í húsinu er starfrækt eldhús sem sér um alla matseld fyrir heimilið, ásamt matseld vegna heimsendingar til aldraðra og öryrkja og til ýmissa stofnana Vestmannaeyjabæjar. 

Heimilisfang:
Dalhraun 3
900 Vestmannaeyjar
 

Sími:
Vakt allan sólarhringinn    488 2600
Skrifstofa                         488 2602
Bítibúrið                           488 2603
Eldhús                              488 2604
Bryti                                 488 2605
Hjúkrunarforstjóri               488 2606
Heimilishjálp                       488 2607
Hárgreiðslustofa                  488 2608
Fótaaðgerðarstofa                488 2609
Föndurstofa                         488 2610

Fax:
488 2601

Deildarstjóri málefna aldraðra:
Sólrún Erla Gunnarsdóttir  solrun@vestmannaeyjar.is
 
 

Hjúkrunarforstjóri:
hjukrun@vestmannaeyjar.is

Bryti:
Tómas Sveinsson  eldhus@vestmannaeyjar.is
 
Heimilishjálp:
Ásta Halldórsdóttir  heimilishjalp@vestmannaeyjar.is
 
 
Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159