Þjónustuíbúðir fatlaðra (Sambýlið, Vestmannabraut 58b)


Á sambýlinu eru fimm íbúðir og búa þar að jafnaði fimm einstaklingar. Markmið sambýlisins er að efla sjálfstæði og færni íbúanna í því skyni að þeir verði eins sjálfbjarga og ráðandi um eigin hag og kostur er. Til þess að ná þessu markmið er íbúum veitt leiðsögn og stuðningur eftir þörfum og kappkostað við að hafa heimilsmenn með í ráðum um allt sem varðar einkahagi þeirra.

 

Skammtímavistun í Sambýlinu
Skammtímavistun er tímabundin sólarhringsvistun með það að markmiði að veita fólki með fötlun sem býr í foreldrahúsum reglubundna vistun. Einnig er skammtímavistun veitt vegna óvæntra áfalla í fjölskyldu, þ.e. neyðarvistun.  Skammtímavistun er til hvíldar og tilbreytingar fyrir hinn fatlaða, til að létta álagi af fjölskyldu hans og til þess að gera honum kleift að dvelja sem lengst heima.

Heimilisfang:
Vestmannabraut 58b
900 Vestmannaeyjar


Sími: 488-2550


Netfang:
sambyli@vestmannaeyjar.is


Forstöðumaður:
Lilja Óskarsdóttir
lilja@vestmannaeyjar.is

 

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159