17.október 2014 - 15:59

Auglýsing um skipulagsmál frá Umhverfis-og skipulagsráði

Lýsing skipulagáætlana: nýtt deiliskipulag á miðsvæði.
 
Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkti þann 16 okt. 2014 að kynna Lýsingu deiliskipulags á miðsvæði samræmi við skipulagslög nr. 123/2010. í gögnum koma fram áherslur, upplýsingar um forsendur, umhverfismat, fyrirliggjandi stefnu aðalskipulags og fyrirhugað skipulagsferli.
 
Afmörkun skipulagssvæðis er sem hér segir: Til norðurs fylgir afmörkun Strandvegi 79 í austurátt að Strandvegi 43a. Til austurs fylgir afmörkun mörkum aðliggjandi deiliskipulags unnið 2005 af Hornsteinum. Afmörkun til suðurs liggur meðfram lóðarmörkum húsa við Vestmannabraut, en til vesturs meðfram Heiðarvegi og Norðursundi.
 
Gögn liggja frammi hjá umhverfis- og framkvæmdasviði að Skildingavegi 5 og á vefsíðu Vestmannaeyjabæjar, www.vestmannaeyjar.is
Ábendingum er hægt að koma á framfæri skriflega til umhverfis-og framkvæmdasviðs Skildingavegi 5 eða á bygg@vestmannaeyjar.is innan þriggja vikna frá auglýsingu þessari.
 
Nánari upplýsingar gefur Skipulags- og byggingarfulltrúi á skrifstofu sinni að Skildingavegi 5.
 
 
 
Sigurður Smári Benónýsson
Skipulagsfulltrúi
 
 
Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159