27.október 2015 - 13:47

Aðalskipulag í vinnslu

Vinna við Aðalskipulag Vestmannaeyja fyrir tímabilið 2015 - 2035 stendur nú yfir. Nýtt aðalskipulag mun leysa núv. aðalskipulagsáætlun úr gildi. Áætlað er að ferlið taki um 2 ár og hlýtur það meðferð samkvæmt
Skipulagslögum nr.123/2010.
 
Lýsing á vinnuferlinu
Samkvæmt lögunum skal fyrst vinna lýsingu á aðalskipulagsgerðinni þar sem fram kemur hvernig unnið verður að tillögunni, hverjar séu áherslur bæjarstjórnar, upplýsingar um fyrirliggjandi stefnu og fyrirhugað skipulagsferli svo sem um kynningu og samráð við íbúa og hagsmunaaðlila. Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkti lýsingu aðalskipulaggerðarinnar þann 15. október 2015 og stendur kynning hennar nú yfir.
Gögn liggja frammi í safnahúsi Ráðhúströð, hjá umhverfis- og framkvæmdasviði að Skildingavegi 5 og á vefsíðu Vestmannaeyjabæjar, www.vestmannaeyjar.is/is/page/skipulagsmal
Ábendingum er hægt að koma á framfæri skriflega til umhverfis-og framkvæmdasviðs Skildingavegi 5 eða á bygg@vestmannaeyjar.is innan þriggja vikna frá auglýsingu þessari.
 
Nánari upplýsingar gefur Skipulags- og byggingarfulltrúi á skrifstofu sinni að Skildingavegi 5. Sími 4882530.
 
 
 
Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159