Warning: Creating default object from empty value in /usr/share/php/library/Webber/Controller/Plugin/LangSelector.php on line 18 Vestmannaeyjabær auglýsir eftir samstarfsaðilum vegna greiðslu frístundastyrks til foreldra/forráðamanna barna í íþrótta- og tómstundastarfi.
30.desember 2016 - 13:11

Vestmannaeyjabær auglýsir eftir samstarfsaðilum vegna greiðslu frístundastyrks til foreldra/forráðamanna barna í íþrótta- og tómstundastarfi.

Markmið og tilgangur frístundastyrksins er:

·         að styrkja 6 til 16 ára börn í Vestmannaeyjum til þátttöku í uppbyggilegu frístundastarfi og auka möguleika til þátttöku óháð efnahag

·         að ýta undir aukna hreyfingu og félagsþátttöku 6 til 16 ára barna

·         að vinna gegn óæskilegu brottfalli í eldri aldurshópum iðkenda

·         auka virkni í frístundartíma barna

 
 
Frístundastyrk er úthlutað til foreldra/forráðamanna vegna greiddra þátttökugjalda hjá þeim félögum/fyrirtækjum/stofnunum sem hafa gildan samstarfssamning hjá Vestmannaeyjabæ.

 

Foreldri/forráðamaður greiðir þátttökugjöld í nafni barns síns til samstarfsaðila Vestmannaeyjabæjar og framvísar frumriti kvittunar ásamt umsóknareyðublaði í þjónustuveri Ráðhúss.

 

Skilgreining á samstarfsrétti félaga og fyrirtækja

 

Meginskilyrði fyrir endurgreiðslu til foreldra/forráðamanna barns er að starfsemi íþrótta- og tómstundaiðkunnar sé á forsendum uppeldislegra gilda og forvarna í víðustum skilningi. Starfsemin fari fram undir leiðsögn hæfra starfsmanna, þannig að fagmennska sé viðhöfð við tómstundastarf og þjálfun barna.

 

Félög, fyrirtæki og stofnanir sem vilja gera samstarfssamning við Vestmannaeyjabæ verða að auki að uppfylla öll eftirfarandi skilyrði:

1) vera með skilgreinda starfsemi sem fellur undir markmið laga, reglugerða og stefnu Vestmannaeyjabæjar

2) hafa rekstur undir eigin kennitölu

3) hafa aðsetur í Vestmannaeyjum

 

Ekki er hægt að gera samstarfssamning vegna kaupa á árskorti í líkamsræktarstöðvum en skipulögð unglinganámskeið og dansnámskeið innan líkamsræktarstöðva geta fallið undir skilyrði til samnings.

 

Aðilar skila skilgreindri umsókn til Fjölskyldu- og fræðslusviðs sem metur umsóknir. Samstarfssamningur tekur gildi næsta virka dag eftir samþykkt sviðsins.

 

Samstarfsaðilar skulu ár hvert skila greinargerð til framkvæmdastjóra Fjölskyldu- og fræðslusviðs varðandi starfsemi sína og þar skal koma fram m.a. upplýsingar um fjölda iðkenda, eðli starfseminnar og gjaldskrá.

 

Gildir samstarfsaðilar Vestmannaeyjabæjar skulu leitast við að stilla verðlagi á æfinga- og þátttökugjöldum í hóf og senda inn gjaldskrá sína til Fjölskyldu- og fræðslusviðs fyrir upphaf hvers annar/tímabils.

 

Skilyrði fyrir áframhaldandi samstarfi frá ári til árs er að samstarfsaðilar hækki ekki gjaldskrá sína umfram eðlilega vísitöluhækkun á ári hverju.

 

 

Umsókn um samstarfssamning við Vestmannaeyjabæ vegna frístundastyrks til barna í íþrótta- og tómstundastarfi

 

Umsóknaraðilar eru hvattir til að kynna sér reglur Vestmannaeyjabæjar um frístundastyrk (sjá hér)

 

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159