Warning: Creating default object from empty value in /usr/share/php/library/Webber/Controller/Plugin/LangSelector.php on line 18 Vestmannaeyjum 26. janúar 2017
30.janúar 2017 - 10:31

Vestmannaeyjum 26. janúar 2017

Þekkingarsetur Vestmannaeyja kynnir stolt þá niðurstöðu Creditinfo að það sé í hópi framúrskarandi fyrirtækja á Íslandi árið 2016. Af tæplega 35.000 skráðum fyrirtækjum á Íslandi uppfylla 624 skilyrði Creditinfo um styrk og stöðugleika. 

 
Til þess að eiga kost á viðurkenningunni þurfa fyrirtækin að uppfylla strangt gæðamat byggt á faglegum kröfum og greiningu Creditinfo.

Þekkingarsetur Vestmannaeyja hefur til að mynda staðist þau viðmið að skila ársreikningi til RSK síðastliðin þrjú ár, vera í lánshæfisflokki 1-3, rekstrarhagnaður (EBIT) hefur verið jákvæður þrjú ár í röð, ársniðurstaða hefur verið jákvæð þrjú ár í röð, eiginfjárhlutfall er 20% eða meira þrjú rekstrarár í röð, eignir hafa numið 80 milljónum eða meira þrjú ár í röð og fl. 

Þekkingarsetur Vestmannaeyja ses er því á meðal 1,7% íslenskra fyrirtækja sem standast  þær kröfur.

Á næstu misserum verða stigin stór skref í átt til frekari eflingar Þekkingarsetursins sem miðstöðvar þekkingar, fræða- og rannsóknastarfs í Vestmannaeyjum.  Meðal helstu verkefna er að koma upp nýrri skrifstofu, kennslu og rannsóknaaðstöðu í Fiskiðjuhúsinu auk fjölþættrar útvíkkunar á klasasamstarfi við þekkingarstofnanir og fyrirtæki hér á landi sem erlendis.

Það er von og trú undirritaðra að styrkur Þekkingarseturs Vestmannaeyja eigi áfram eftir að verða Eyja samfélaginu til heilla.

 

Fyrir hönd Þekkingarseturs Vestmannaeyja

Páll Marvin Jónsson, framkvæmdarstjóri Þekkingarseturs Vestmannaeyja

Elliði Vignisson, formaður stjórnar Þekkingarseturs Vestmannaeyja

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159