Warning: Creating default object from empty value in /usr/share/php/library/Webber/Controller/Plugin/LangSelector.php on line 18 Starfsmenn óskast í sumarafleysingar við Sambýlið í Vestmannaeyjum
23.mars 2017 - 12:08

Starfsmenn óskast í sumarafleysingar við Sambýlið í Vestmannaeyjum

Lausar eru til umsóknar tvær stöður við umönnunarstörf við Sambýlið í Vestmannaeyjum, frá og með 15. maí – 27. ágúst. Um hlutastörf er að ræða. 

 
Starfið felst í umönnun og stuðningi við fatlað fólk. Unnið er á vöktum.

Leitað er að jákvæðum og áhugasömum einstaklingum sem sýna starfinu og heimilismönnum virðingu. Þekking og reynsla við vinnu á Sambýli er æskileg en ekki skilyrði. Umsækjendur þurfa að hafa náð 20 ára aldri, og skila inn hreinu sakavottorði áður en þeir hefja störf.

Umsóknarfrestur er til 5. apríl nk. Umsóknareyðublöð liggja frammi í afgreiðslu Ráðhúss og ber að skila umsóknum þangað.

Upplýsingar um starfið veitir Ingibjörg Sigurjónsdóttir, Forstöðukona á Sambýlinu í Vestmannaeyjum í S: 6903497 eða á netfanginu ingibjorg(hja)vestmannaeyjar.is.

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159