Warning: Creating default object from empty value in /usr/share/php/library/Webber/Controller/Plugin/LangSelector.php on line 18 Sumardagurinn fyrsti 2017
18.apríl 2017 - 11:29

Sumardagurinn fyrsti 2017

Hér má sjá dagskrá sumardagsins fyrsta.
 
Sumardagurinn fyrsti 2017 Einarsstofa kl. 11.00 Skólalúðrasveitin leikur vel valin lög. Sigurvegarar upplestrarkeppninnar, lesa vel valin textabrot. Tilkynnt um val á bæjarlistamanni Vestmannaeyja 2017. Einarsstofa kl. 13.00-16.00 Biblíusýning Hins íslenska biblíufélags á veggjum. Viska, Strandvegur 50 kl. 13.00-14.30 Æskan í leik og starfi. Í samstarfi Ljósmyndasafns Vestmannaeyja og Visku verður boðið upp á ljósmyndadag Sigurgeirs í Skuld. Að þessu sinni verður um að ræða 200 rúllandi ljósmyndir á stóru tjaldi í Viskusalnum á jarðhæð Strandvegs 50. Boðið verður upp á kaffi um miðbik sýningar. Efnið er að þessu sinni tileinkað æskufólki úr Eyjum og eru ljósmyndirnar teknar að mestu á árunum 1960-1980. Vestmannaeyjabær býður bæjarbúum frítt í sundlaugina og frítt á öll söfn bæjarins í tilefni sumardagsins fyrsta. Opið í Sagnheimum og Sæheimum frá 13.00-16.00 og í Eldheimum frá 13.00-17.00. Opið er í sundlauginni frá 09.00-17.00. Vestmannaeyjabær óskar bæjarbúum gleðilegs sumars!
Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159