14.júlí 2017 - 10:31

Grétar Þór ráðinn í stöðu forstöðumanns Íþróttamiðstöðvar

Vestmannaeyjabær hefur ráðið Grétar Þór Eyþórsson í stöðu forstöðumanns Íþróttamiðstöðvar en hann hefur gengt því starfi í afleysingum í eitt ár. Grétar Þór starfaði áður sem íþróttakennari hjá Vestmannaeyjabæ og þekkja hann flestir sem einn af leikmönnum ÍBV í handbolta. Alls sóttu fimm um stöðuna en einn dró umsókn sína til baka. Umsækjendur voru auk Grétars Þórs, Hjálmar Jónsson, Ingi Rafn Eyþórsson og Óskar Guðjón Kjartansson.

Um leið og Vestmannaeyjabær býður Grétari velkominn í fasta stöðu forstöðumanns er Arnsteini Inga Jóhannessyni þakkað samstarfið. Arnsteinn gegndi starfi forstöðumanns Íþróttamiðstöðvar Vestmannaeyja í níu ár. 

 
Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159