17.júlí 2017 - 08:20

Iþróttakennara vantar við GRV

Grunnskóli Vestmannaeyja auglýsir eftir íþróttakennara fyrir næsta skólaár. Skólinn er heilsueflandi grunnskóli og hefur uppá að bjóða góða íþróttaaðstöðu og m.a 25 m innisundlaug.  
 
Viðkomandi þarf að hafa leyfisbréf sem grunnskólakennari, vera metnaðarfullur, ábyrgur, áhugasamur, lipur í samskiptum og tilbúinn í öflugt samstarf, með velferð og þroska nemenda að leiðarljósi.
 
Viðkomandi þarf að hafa hreint sakavottorð.

Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningi KÍ. Starfsmaður þarf að geta hafið störf 15. ágúst n.k.

Umsóknarfrestur er til 24. júlí nk. Umsóknareyðublöð er hægt að nálgast í afgreiðslu bæjarskrifstofa og á vestmannaeyjar.is. Umsóknum ber að skila í afgreiðslu bæjarskrifstofa eða á rafrænu formi á netfangið erlingur@grv.is. Þeim þarf að fylgja afrit af prófskírteini/leyfisbréfi og starfsferilskrá.

Nánari starfslýsingu og upplýsingar má nálgast hjá:

Erlingur Richardsson, skólastjóri, erlingur@grv.is s: 8958373.

Ingibjörg Jónsdóttir, aðstoðarskólastjóri, ingibjorg@grv.is s: 8942826

Ólöf Aðalheiður Elíasdóttir, aðstoðarskólastjóri, olaheida@grv.is s: 8693439

 

Erlingur Richardsson, skólastjóri

 
Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159