20.júlí 2017 - 13:30

Starfsmaður Vestmannaeyjahöfn

Vestmannaeyjahöfn auglýsir eftir starfsmanni  

 
Starfsmaðurinn sinnir hafnarvörslu, vigtun sjávarafla, hafnarvernd, ásamt almennum viðhaldsverkefnum hafnarinnar.  Hann sinnir einnig öðrum þeim verkefnum sem yfirmaður felur honum.

Hæfniskröfur:

Skipstjórnarréttindi og enskukunnátta æskileg. Þarf að geta hafið störf sem fyrst.

Laun eru skv kjarasamningi STAVEY og Launanefndar sveitarfélaga.

Nánari upplýsingar gefur Andrés Sigurðsson sími 6913300.

Umsóknum skal skilað á hafnarskrifstofu eða á rafrænu formi á netfangið addisteini@vestmannaeyjar.is fyrir 31.júlí nk.

 

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159