24.júlí 2017 - 13:58

Laus staða 50% iðjuþjálfa

Laus er til umsóknar 50% staða iðjuþjálfa við öldrunarþjónustu hjá Vestmannaeyjabæ. Starfið felur í sér þjónustu og ráðgjöf til aldraðra og starfsmanna í öldrunarþjónustu.
 
 
 
Viðkomandi starfsmaður kemur til með að taka þátt í þverfaglegu samstarfi og teymisvinnu innan sviðsins. Meginhluti starfsins fer fram á Hjúkrunar- og dvalarheimilinu Hraunbúðum. Spennandi verkefni eru framundan í öldrunarþjónustunni með opnun nýrrar deildar við Hraunbúðir og uppbyggingu á opinni öldrunarþjónustu hjá Vestmannaeyjabæ.
Umsóknarfrestur hefur verið framlengdur til 15. ágúst en ráðið er í starfið frá 1. september næstkomandi.
Laun samkvæmt kjarasamningi sambands íslenskra sveitarfélaga við Iðjuþjálfafélag Íslands

Gerð er krafa um íslenskt starfsleyfi sem iðjuþjálfi, góða samskiptahæfni, sveigjanleika og metnað í starfi, skipulögð vinnubrögð og jákvæðni.

Umsókn ásamt greinargerð um hæfi til starfsins óskast send á Sólrúnu Gunnarsdóttur deildarstjóra í öldrunarmálum solrun@vestmannaeyjar.is eða Jón Pétursson framkvæmdarstjóra Fjölskyldu- og fræðslusviðs Vestmannaeyjabæjar á jonp@vestmannaeyjar.is. Nánari upplýsingar fást hjá ofangreindum aðilum í síma 488 2602 eða 488 2000.
Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159