Warning: Creating default object from empty value in /usr/share/php/library/Webber/Controller/Plugin/LangSelector.php on line 18 Störf á Rauðagerði félagsmiðstöð
24.ágúst 2017 - 12:04

Störf á Rauðagerði félagsmiðstöð

Félagsmiðstöðin Rauðagerði auglýsir eftir frístundaleiðbeinendum. Um er að ræða hlutastörf í tímavinnu sem fara fram seinnipart dags og á kvöldin.
 
 
 
 
 
Menntunar og hæfniskröfur:
-Uppeldismenntun eða reynsla af störfum á vettvangi tómstunda –eða æskulýðsmála æskileg.
-Frumkvæði og sjálfstæði.
-Góð færni í samskiptum.
-Stjórnunar og skipulagshæfileikar.
-Áhugi á starfi með unglingum.
 
Umsækjendur þurfa að vera orðnir 18 ára og með hreint sakavottorð. Laun skv. kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og STAVEY.
 
Umsóknarfrestur er til 1. september nk. Nánari upplýsingar veitir Heba Rún Þórðardóttir, milli 10 og 14 í síma 481-1980 eða í tölvupósti á netfanginu heba@vestmannaeyjar.is.
 
Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159