19.desember 2017 - 08:12

Auglýsing um skipulag - Vestmannaeyjabær

Í samræmi við 1. mgr. 43. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 er hér með auglýst breytingartillaga Miðbæjarskipulags nr. 403/2005.
 
 
 
 
Í tillögunni felst að veitt verður heimild til að rífa núverandi íbúðarhús á lóð og byggja þess í stað 705 m² fjölbýli sem er þrjár hæðir auk kjallara. Mesta hæð á húsi er 8,6 m miðað við kóta aðalgólfs og húsið tvær hæðir auk inndreginnar þriðju hæðar og kjallara. Við Skólaveg 7 stendur í dag 240 m2 einbýlishús sem er tvær hæðir og ris. Húsið er byggt árið 1922.
 
Uppdrættir eru í mkv. 1:1000 ásamt greinargerð og skuggamyndum. Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna.
 
Tillagan verður auglýst í samræmi við ákvæði Skipulagslaga á tímabilinu 22. des. 2017 til 2. feb. 2018. Skipulagsgögn ligga frammi hjá umhverfis- og framkvæmdasviði að Skildingavegi 5. Gögn skipulagsins eru einnig birt á heimasíðu Vestmannaeyjabæjar,  www.vestmannaeyjar.is, undir: Skipulagsmál.
 
Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillöguna. Ábendingum og athugasemdum við tillöguna skal skila skriflega, til umhverfis- og framkvæmdasviðs Skildingavegi 5, b.t. skipulagsfulltrúa eða á netfangið bygg@vestmannaeyjar.is, eigi síðar en 2. feb. 2018.
 
 
Tillaga að breyttu deiliskipulagi - pdf skrá
Skuggavarp af fyrirhuguðu húsi - pdf skrá
 
Skipulagsfulltrúi
Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159