8.janúar 2018 - 13:39

Félagsleg liðveisla hlutastörf – sveigjanlegur vinnutími

Óskum eftir starfsfólki af báðum kynjum í félagslega liðveislu fyrir börn og fullorðna.
 
 
Félagsleg liðveisla felur í sér persónulegan stuðning og aðstoð sem einkum miðar að því að rjúfa félagslega einangrun, s.s. stuðning til að stunda íþróttir/líkamsrækt, fara á menningartengda viðburði og annað félagsstarf. 

Um er að ræða hlutastarf, 8-16 tímar í mánuði sem  getur hentað vel sem aukastarf með námi eða öðru starfi. Einnig hægt að setja saman í stærra starfshlutfall.

Hægt er að nálgast umsóknareyðublöð í þjónustuveri félagsþjónustunnar á Rauðagerði (norðan megin) eða á heimasíðu Vestmannaeyjabæjar. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Starfsmannafélags Vestmannaeyjabæjar (STAVEY)/Drífanda og Launanefndar sveitarfélaga. Nánari upplýsingar veitir Lísa Njálsdóttir í síma 488-2620  eða lisa@vestmannaeyjar.is.

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159