- Aðrar
- Sumardagurinn fyrsti 2018
- Vestmannaeyjabær óskar eftir húsverði í fullt starf við GRV
- Bæjarstjórnarfundur
- Félagsleg liðveisla hlutastörf – sveigjanlegur vinnutími
- Afleysingar í heimaþjónustu
- Hraunbúðir óska eftir sjúkraliða og öðru starfsfólki
- Verkstjóri í Þjónustumiðstöð
- Þjónustuíbúðir Vestmannabraut 58b óska eftir starfsfólki í sumarafleysingar
- Atvinna-sumar Íþróttamiðstöð
- Lausar stöður við Grunnskóla Vestmannaeyja
- Eldri
12.janúar 2018 - 09:39
Margir óánægðir með sorphirðu í Eyjum
Framkvæmda- og hafnaráð fjallaði í vikunni um þann hluta árlegarar þjónustukönnunar Gallup sem snýr að ráðinu. Könnun þessi er gerð til að kanna ánægju með þjónustu stærstu sveitarfélaga landsins og gera samanburð þar á ásamt því að skoða breytingar frá fyrri mælingum og fór hún fram frá 3. nóvember til 17. desember.
Eingöngu var spurt út í einn lið er snýr að þjónustu ráðsins og snéri hann að sorphirðu. Þegar spurt var hversu ánægðir íbúar væru með þjónustu í tengslum við sorphirðu í sveitarfélaginu kom í ljós að af þeim sem tóku afstöðu (84%) voru eingöngu 55% ánægð en 45% óánægð. Meðaleinkun sveitarfélaga á þessari spurningu á skalanum 1 til 5 var 3,6 en einkunn Vestmannaeyjabæjar einungis 3 og því langt undir meðaltali. Hægt er að nálgast nánari upplýsingar hér: Gallup
Þessi niðurstaða er í samræmi við það sem ráðið hefur áður rætt og full ástæða til að taka hana alvarlega. Því fól ráðið framkvæmdastjóra þegar að boða forsvarsmenn Kubbs sem annast soprphirðu og –meðhöndlun til fundar við ráðið svo fljótt sem verða má.
Eins og þekkt er var sorpbrennslu bæjarins lokað árið 2011 að kröfu Umhverfisstofnunar. Síðan þá hefur bæjarfélagið glímt við mikin vanda innan málaflokksins og orðið að flytja stóran hluta þess til förgunar um langan veg. Á árinu 2018 er áætlað að tekin verði stór skref í átt að varanlegri lausnum og er þar sérstaklega horft til þess að taka upp brennslu á ný í fullkomnum ofni.