18.janúar 2018 - 13:54

Sigurlaug Vilbergsdóttir ráðin ráðgjafaþroskaþjálfi hjá Vestmannaeyjabæ

Vestmannaeyjabær hefur ráðið Sigurlaugu Vilbergsdóttur í stöðu ráðgjafaþroskaþjálfa. Sigurlaug er þroskaþjálfi með diplomu í hugrænni alferlismeðferð og starfaði áður sem sérfræðingur og ráðgjafi á Greiningar- og ráðgjafastöð ríkisins (GRR). 

 
Sigurlaug tekur við starfi Guðbjargar Guðmundsdóttur þroskaþjálfa sem hefur starfað í fjölda ára innan málaflokks fatlaðs fólks áður á Leikfangasafni Vestmannaeyja og síðar sem ráðgjafaþroskaþjálfi fyrir börn á leikskólaaldri. Það er eftirsjá af Guðbjörgu sem býr yfir mikilli reynslu og faglegri þekkingu sem nýst hefur fötluðu fólki í Vestmannaeyjum. Guðbjörg hefur verið ötull talsmaður fatlaðs fólks og haft mikil áhrif að móta þjónustu sveitarfélagsins.
 

Guðbjörgu er þakkað gott og ljúft samtarf í gegnum árin og óskað velfarnaðar í framtíðinni. Sigurlaug er á sama tíma boðin velkomin í starf ráðgjafaþroskaþjálfa hjá Vestmannaeyjabæ. Ráðgjafaþroskaþjálfi mun hefja störf að fullu í sumar.

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159