19.janúar 2018 - 12:23

Aukin ánægja með umhverfis -og skipulagsmál í sveitarfélaginu

Á 278. fundi sínum sem fram fór þriðjudaginn 16. jan sl. fjallaði Umhverfis- og skipulagsráð um þann hluta árlegrar þjónustukönnunar Gallup sem snýr að ráðinu. Könnun þessi er gerð til að kanna ánægju með þjónustu stærstu sveitarfélaga landsins og gera samanburð þar á, ásamt því að skoða breytingar frá fyrri mælingum könnunin fór fram frá 3. nóvember til 17. desember 2017.

 

 

Þegar spurt var hversu ánægðir eða óánægðir íbúar væru með gæði umhverfis í nágrenni við heimili sitt kom í ljós að af þeim sem tóku afstöðu voru 91% ánægð en einungis 9% óánægð.  Ánægjan eykst mikið á milli ára og er einkunn Vestmannaeyjabæjar (á skalanum 1 til 5) 4,1 og því vel yfir landsmeðltal sem er 3,8.

Þegar spurt var hversu ánægðir íbúar væru með skipulagsmál almennt í sveitarfélaginu kom í ljós að af þeim sem tóku afstöðu sögðust 72% ánægð en 28% óánægð og eykst ánægjan mikið á milli ára (fer úr 2,9 í 3,3) og því vel yfir landsmeðaltali sem er 3,1.

Umhverfis- og skipulagsráð fagnar þeirri almennu ánægju sem er bæði með gæði umhverfis í nágrenni heimila sem með skipulagsmál almennt.   Hægt er að nálgast nánari niðurstöður með því að smella hér: Gallup

Umhverfis -og skipulagsráð óskar starfsmönnum sérstaklega til hamingju með þennan árangur og telur hann vitnisburð um þann metnað sem ríkir meðal starfsmanna sveitarfélagsins. 
 
 
Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159