22.janúar 2018 - 11:40

Vetrarnótt í Vestmannaeyjum

Þriðjudaginn 23. janúar verða 45 ár liðin frá því að gos hófst á Heimaey. Vetrarnótt er viðburður þar sem bæjarbúum er boðið að koma saman í tilefni tímamótanna og minnast þessarar örlagaríku nætur.
 
Allir viðburðir eru opnir og dagskránna má sjá hér að neðan. 
 
15:00-18:00
ELDHEIMAR
Forsýning á myndinni „Eldheimar verða til“ eftir Jón Karl Helgason. Myndin rúllar á 25 mínútna fresti.
 
16:00
EYMUNDSSON
Kristín Jóhannsdóttir kynnir og segir frá nýútkominni bók sinni „Ekki gleyma mér“ sem sló í gegn fyrir jólin.
 
18:45
LANDAKIRKJA
Prestarnir Sr. Guðmundur Örn Jónsson og Sr. Viðar Stefánsson stýra hugvekju og Lúðrasveit Vestmannaeyja spilar nokkur valin lög.
 
19:30
Gengið frá Landakirkju og niður Kirkjuveg. Í fararbroddi verða kyndilberar göngunnar, Eyjamenn úr árgangi 1973, ásamt Lúðrasveitinni. Björgunarfélag Vestmannaeyja stendur heiðursvörð.
 
20:00
GAMLA HÖLLIN VIÐ VESTMANNABRAUT
Elliði Vignisson, bæjarstjóri, ávarpar gesti.
Guðni Hjálmarsson, prestur, fer með bæn.
Karlakór Vestmannaeyja syngur.
Ágústa Eva Erlendsdóttir, ásamt þeim Kjartani Valdimars- syni og Óskari Guðjónssyni, spila hugljúfa tóna.
Viðtöl við nokkra skipstjóra sem sigldu með fólk á brott gosnóttina 1973 sýnd á tjaldi.
Blítt og Létt hópurinn heldur uppi Eyjastemningu ásamt þeim Geir Jóni Þórissyni og Þórhalli Barðasyni.
 
 
Laugardagurinn 27. janúar
13:00
EINARSSTOFA
Að gefnum tímamótum mun Elliði Vignisson, bæjarstjóri, taka formlega á móti málverkinu „Hefnd Helgafells“ frá 1971 eftir Guðna Hermansen. Verkið gefur Jóhanna Hermannsdóttir en Gísli Pálsson, prófessor, og Helgi Bernódusson, skrifstofu- stjóri Alþingis, rekja sögu þess.
 
Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159