29.janúar 2018 - 13:48

Stuðningsfjölskyldur óskast

Tvo drengi á aldrinum 7–8 ára vantar stuðningsfjölskyldu. Um er að ræða 3–6 sólarhringa á mánuði. Hlutverk stuðningsfjölskyldu er að taka barn eða börn tímabundið í umsjá sína í þeim tilgangi að létta álagi af fjölskyldu þeirra. 
 
Við það gerast stuðningsfjölskylda léttir það ekki aðeins álagi á fjölskyldum barnanna heldur veitir það börnunum tækifæri til aukins þroska. Dvöl hjá stuðningsfjölskyldu er samningsbundin til ákveðins tíma.

Um verktakagreiðslur er að ræða samkvæmt reglugerð um þjónustu við fötluð börn og fjölskyldur þeirra.
 
Umsóknareyðublað fyrir ofangreint starf liggur frammi í Þjónustuveri fjölskyldu- og fræðslusviðs Vestmannaeyjabæjar, Rauðagerði eða á heimasíðu bæjarins. Umsóknarfrestur er til 15.febrúar 2018. Nánari upplýsingar eru veitir Margrét Rós Ingólfsdóttir í síma 488-2000 eða netfang margret@vestmannaeyjar.is.
 
 
Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159