1.febrúar 2018 - 09:09

ÚTBOÐ Loftræsikerfi Sagnheimar Byggða- og bókasafn Vestmannaeyja

Vestmannaeyjabær óskar eftir tilboðum í endurbætur og lagfæringar á loftræsikerfi í Byggða-og bókasafni Vestmannaeyja, sem er steinsteypt hús á 3. hæðum samtals 1740m².

 
Verkið fellst í að fjarlægja núverandi loftræsisamstæður og koma fyrir nýjum ásamt breytingum á stokkakerfi með öllu sem því fylgir og skal verkinu vera lokið eigi síðar en 1. september 2018.

Óskað er eftir tilboðum í verkið í heild sinni eins og fram kemur á uppdráttum og því er lýst í útboðs-og verklýsingu

Um er að ræða tvær loftræsisamstæður sem sjá annars vegar sjá um loftræsingu fyrir munageymslu og hins vegar fyrir bóka-og byggðasafn.

Útboðsgögn er hægt að panta hjá  TPZ teiknistofu Kirkjuvegi 23 Vestmannaeyjum netfang tpz@teiknistofa.is frá og með þriðjudeginum 6. febrúar 2018 og verða send á tölvutæku formi til tilboðsgjafa.

Tilboðum skal skila til Umhverfis-og framkvæmdasviðs Vestmannaeyjabæjar Skildingavegi 5 Vestmannaeyjum fyrir kl 13.45, þriðjudaginn  27. febrúar 2018 og verða opnuð þar kl 14.00 sama dag í viðurvist þeirra bjóðenda sem þess óska.

 

Umhverfis-og framkvæmdasvið Vestmannaeyjabæjar

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159