28.febrúar 2018 - 09:37

Útboð- viðbygging við Barnaskólann

Vestmannaeyjabær óskar eftir tilboðum í viðbyggingu við Barnaskólann í Vestmannaeyjum. Viðbyggingin verður steinsteypt hús á tveimur hæðum samtals um 40 m2.
 
 
Verkið felst í að grafa fyrir og steypa húsið upp, ganga frá þaki, einangra það og pússa að utan. Fullklára það að innan með öllu sem því fylgir og skal verkinu vera lokið eigi síðar en 1. september 2018. Gert er ráð fyrir að opnað verði á milli viðbyggingar og skólans og tengja lagnir og rafmagn við lagnir sem fyrir eru
 
Óskað er eftir tilboðum í verkið í heild sinni eins og fram kemur á uppdráttum og því er lýst í útboðs-og verklýsingu.
 
Útboðsgögn er hægt að panta hjá TPZ teiknistofu Kirkjuvegi 23 Vestmannaeyjum netfang tpz@teiknistofa.is frá og með mánudeginum 19. febrúar 2018 og verða send á tölvutæku formi til tilboðsgjafa.
 
Tilboðum skal skila til Umhverfis-og framkvæmdasviðs Vestmannaeyjabæjar Skildingavegi 5 Vestmannaeyjum fyrir kl 13:45, þriðjudaginn 12. mars 2018 og verða opnuð þar kl 14:00 sama dag í viðurvist þeirra bjóðenda sem þess óska
 
Umhverfis-og framkvæmdasvið Vestmannaeyjabæjar
 
 
Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159