5.apríl 2018 - 09:15

Þjónustuíbúðir Vestmannabraut 58b óska eftir starfsfólki í sumarafleysingar

Laus er 80-85% sumarafleysingastaða fyrir starfsmann á heimili fyrir fatlað fólk. Óskað er eftir starfsmanni á tímabilinu 7. júní - 30. ágúst eða eftir nánara samkomulagi. Unnið er á vöktum allan sólarhringinn. Starfið felst í umönnun og stuðningi við fatlað fólk. 

 
Hæfni

·         Leitað er að jákvæðum og áhugasömum einstaklingum sem sýna starfinu og heimilismönnum virðingu.

·         Þekking og reynsla við vinnu á Sambýli er æskileg en ekki skilyrði.

·         Umsækjendur þurfa að hafa náð 18 ára aldri og skila inn hreinu sakavottorði áður en þeir hefja störf.

 

Laun eru greidd skv. kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Stavey/Drífanda.

 

Framlengdur umsóknarfrestur er til 20. apríl nk. Umsóknareyðublöð liggja frammi í afgreiðslu Ráðhúss (Landsbankinn, 2. Hæð) og ber að skila umsóknum þangað. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.

 

Nánari upplýsingar um starfið veitir Ingibjörg Sigurjónsdóttir, Forstöðukona: ingibjorg @vestmannaeyjar.is, s: 6903497​​

 

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159