13.apríl 2018 - 11:24

Vestmannaeyjabær óskar eftir húsverði í fullt starf við GRV

Meginviðfangsefni er eftirlit með húseignum, húsbúnaði og lóð Grunnskóla Vestmannaeyja-Hamarsskóla og fleiri fasteignum bæjarfélagsins.
Við leitum að metnaðarfullum og áhugasömum einstaklingi sem lætur sér annt um skólann okkar, getur séð um minniháttar viðgerðir og viðhald á því húsnæði sem hann ber ábyrgð á og er lipur í mannlegum samskiptum.
Iðnmenntun og/eða reynsla af viðhaldi húseigna er einnig æskileg.
Áhugi og reynsla á að vinna með börnum er kostur. Hreint sakavottorð er skilyrði.
 
Helstu verkefni húsvarðar eru:
 Sjá um fasteign og búnað.
 Annast eftirlit með ræstingum í grunnskóla og sjá um innkaup.
 Annast verkstjórn skólaliða.
 Hálkuvörn við skóla.
 Taka þátt í uppeldisstarfi sem fram fer innan grunnskólans með áherslu á vellíðan nemenda.
 
Hæfniskröfur:
 Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður.
 Jákvæðni og sveigjanleiki í samskiptum.
 Góðir skipulagshæfileikar.
 Góð almenn tölvukunnátta.
 Ábyrgð og stundvísi.
 
Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Starfsmannafélags Vestmannaeyja (Stavey) eða Drífanda stéttarfélags. Umsóknarfrestur er til 18. maí nk. og þarf viðkomandi að geta hafið störf 11. júní 2018.
 
Nánari upplýsingar um starfið veitir Erlingur Richardsson skólastjóri í síma 488-2202. Umsóknareyðublöð er hægt að nálgast í afgreiðslu bæjarskrifstofa og á vestmannaeyjar.is. Umsóknum ber að skila í afgreiðslu bæjarskrifstofa eða á rafrænu formi á netfangið erlingur@grv.is merkt - Húsvörður GRV.
Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159