3.maí 2018 - 11:36

Íbúagátt - Aukin þjónusta Vestmannaeyjabæjar

Vestmannaeyjabær hefur virkjað svokallaða Íbúagátt sem er þjónustusíða  fyrir einstaklinga og lögaðila.  Íbúagáttin er vefsíða  þar sem hægt er að halda utan um allt sem snýr að samskiptum við sveitarfélagið milliliðalaust. 

 
Með íbúagáttinni opnast rafrænn og persónulegur aðgangur íbúa sveitarfélagsins að stjórnsýslu þess. Þannig munu íbúarnir geta séð og nálgast yfirlit yfir ógreidda reikninga hjá sveitarfélaginu, sjá hreyfingar viðskiptareiknings, álagningarseðla fasteignagjalda og sótt með rafrænum hætti  ýmissa þjónustu sveitarfélagsins svo sem leikskólapláss, frístundastyrk, heimagreiðslur ofl.  

Beinn aðgangur er inn á MENTOR fyrir þá sem nota þá þjónustu.

Íbúagáttin er aðgengileg í gegnum heimasíðu Vestmannaeyjabæjar. Þar sem aðgangurinn er persónulegur þarf hver íbúi að skrá sig inn með rafrænum skilríkjum eða íslykli sem hægt er að sækja  um á vefsíðunni http://www.island.is/islykill.

Það er von  sveitarfélagsins að þessi þjónusta nýtist vel og falli í góðan jarðveg.   Allar ábendingar varðandi þjónustuna eru vel þegnar.

Af hverju Íbúagátt ?

• Betri yfirsýn íbúa sveitarfélagsins yfir þeirra mál hjá sveitarfélaginu 
• Skilvirkari og ábyrgari stjórnsýsla
• Sparar vinnu og umsýslu hjá sveitarfélaginu
• Býður upp á pappírslaus viðskipti og lækkun innheimtukostnaðar í framtíðinni

 

f.h. Vestmannaeyjabæjar

Elliði Vignisson bæjarstjóri.

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159