3.maí 2018 - 11:31

Skólalóðir GRV

Loksins er komin sameiginleg niðurstaða varðandi skólalóðirnar við Barnaskólann og Hamarsskóla/Víkina sem allir eru sáttir við. Landslagsarkitektar frá Landmark hafa unnið tillögur að lagfærðingum og hluta endurgerð lóða þar sem fram kemur heildarskipulag og tillögur um leiktæki sem passa aðstæðum. Reynt er að mæta öllum þeim tillögum og hugmyndum sem hafa komið fram í gegnum tíðina frá starfsfólki skóla, nemendum, foreldrum o.fl. Skólalóðirnar þjóna ekki síður sem leiksvæði eftir skólatíma. Stjórnendur GRV hafa samþykkt tillögurnar fyrir sitt leiti sem og Fræðsluráð Vestmannaeyja og því ekkert til fyrirstöðu að hefja vinnuna. Um er að ræða verkefni til næstu 3 - 4 ára. Vestmannaeyjabær fagnar þessari niðurstöðu og mun hefja vinnu við kostnaðarmat og verkáætlun. Markmiðið er að hefja jafnvel framkvæmdir strax í sumar við einstaka þætti.
 

 
Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159