15.maí 2018 - 13:49

Leikskólastjóri

Vestmannaeyjabær auglýsir stöðu leikskólastjóra við leikskólann Kirkjugerði. Leitað er eftir leiðtoga með góða færni í mannlegum samskiptum, menntun og reynslu sem nýtist til að móta og leiða starf leikskólans með velferð barna að markmiði.
 
 
 
Meginhlutverk leikskólastjóra er að:
• Vera faglegur leiðtogi og móta framtíðarsýn í samræmi við skólastefnu sveitarfélagsins,
aðalnámskrá leikskóla og lög um leikskóla.
• Stýra og bera ábyrgð á rekstri og daglegri starfsemi leikskóla.
• Bera ábyrgð á starfsmannamálum, s.s. ráðningum, starfsþróun og vinnutilhögun.
• Bera ábyrgð á samstarfi við aðila skólasamfélagsins.
 
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Leyfisbréf sem leikskólakennari.
• Viðbótarmenntun í stjórnun eða kennslureynsla á leikskólastigi.
 
 
Með umsókn skulu fylgja nöfn tveggja umsagnaraðila sem og greinargerð um störf, menntun og stjórnunarreynsla umsækjanda. Einnig komi fram hugmyndir hans um leikskólastarf og hvernig hann sér starfsemi leikskólans Kirkjugerðis undir sinni stjórn. Tilgreina skal þau verkefni sem viðkomandi hefur unnið að og varpað geta ljósi á færni hans til að sinna starfi leikskólastjóra.
 
Ráðið verður í stöðuna frá og með 1. ágúst 2018.
Umsókn merkt „Leikskólastjóri“ sendist á netfangið drifagunn@vestmannaeyjar.is eða jonp@vestmannaeyjar.is fyrir 8. júní 2018. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra
sveitarfélaga og KÍ vegna Félags stjórnenda leikskóla.
 
Nánari upplýsingar um starfið veita Drífa Gunnarsdóttir fræðslufulltrúi (drifagunn@vestmannaeyjar.is) og Jón Pétursson framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs (jonp@vestmannaeyjar.is) í síma 488 2000.
 
Á Kirkjugerði eru um 85 börn í dag en með tilkomu nýrrar deildar er stefnt að því að skólinn verði fyrir um 100 börn á fimm deildum. Einkunnarorð leikskólans Kirkjugerði er „Jákvæður agi, gleði og félagsfærni“ og eru þau leiðarljós í öllu starfi hans.
 
 
Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159