22.maí 2018 - 09:34

Sumarfjör Vestmannaeyjabæjar - Sumarstarf

Sumarfjör Vestmannaeyjabæjar óskar eftir starfsmönnum í sumarstarf frá 8. júní – 20. júlí. 
 
Sumarfjör Vestmannaeyjabæjar er sumarúrræði fyrir börn fædd 2008 – 2011. Í starfinu er lögð rík áhersla á gleði, skemmtun, sköpun og jákvæð samskipti. Vinnutími er að jafnaði frá 9-16 á virkum dögum.

 

Viðkomandi þarf að vera vera metnaðarfullur, ábyrgur, áhugasamur, lipur í samskiptum og tilbúinn í öflugt samstarf, með velferð og þroska barna að leiðarljósi.

Reynsla af vinnu með börnum æskileg. Sumarstarfið byrjar mánudaginn 11.júní en gert er ráð fyrir því að nýir starfsmenn hefji störf 8.júní með upplýsingafundi varðandi sumarstarfið.

 

Umsækjendur þurfa að hafa náð 18 ára aldri og hafa hreint sakavottorð. Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Stavey. Starfsmaður þarf að geta hafið störf 8. Júní 2018.

 

Umsóknarfrestur er til 25. Maí nk. Umsóknareyðublöð er hægt að nálgast í afgreiðslu bæjarskrifstofa og á vestmannaeyjar.is. Umsóknum ber að skila í afgreiðslu bæjarskrifstofa eða á rafrænu formi á netfangið anton@vestmannaeyjar.is merkt “Sumarfrístund - Sumarstarf”.

 

Nánari starfslýsingu og upplýsingar má nálgast hjá:

Anton Örn Björnsson, anton@vestmannaeyjar.is s: 481-2964.

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159