26.júní 2018 - 13:43

Anna Rós Hallgrímsdóttir ráðin skólastjóri GRV

Vestmannaeyjabær hefur valið Önnu Rós Hallgrímsdóttur til að gegna starfi skólastjóra Grunnskóla Vestmannaeyja. 
 
Anna Rós er grunnskólakennari með diplóma í náms- og starfsráðgjöf frá Háskóla Íslands árið 2006. Hún hefur gegnt starfi deildarstjóra við GRV frá árinu 2010 og áður starfi grunnskólakennara við sama skóla. Einnig hefur hún starfað sem námsráðgjafi og kennari við Árbæjarskóla. Alls sóttu þrír um starfið. Anna Rós mun taka við stöðunni í næsta mánuði. 


Á næstu vikum verður deildarstjórastaðan, sem Anna Rós gegndi, auglýst og jafnframt gengið frá ráðningu í áður auglýsta stöðu aðstoðarskólastjóra Hamarsskóla og deildastjórastöður á mið- og yngsta stigi. Skólastjóri GRV gengur frá þessum ráðningum.

 

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159