1.ágúst 2018 - 09:21

Vestmannaeyjabær - Auglýsing um skipulag

Í samræmi við 1. mgr. 43. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 er hér með auglýst breytingartillaga Miðbæjarskipulags nr. 403/2005.
 
 
Tillagan fjallar um að breyta byggingarskilmálum lóðar og byggja á lóðinni tveggja íbúða hús á þremur hæðum þar sem samanlagður gólfflötur er 260 m2 og nýtingarhlutfall hækkar úr 0,5 í 0,9. Byggingarreitur er færður nær götu við Reglubraut og aðalaðkoma verður frá Vesturvegi. Staðsetning bílastæða á lóð breytist. Húsnúmeri er breytt úr Reglubraut 15a-b í Vesturvegur 25. Uppdrættir eru í mkv. 1:1000 ásamt greinargerð og skuggamyndum. Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna. Tillagan verður auglýst í samræmi við ákvæði Skipulagslaga á tímabilinu 1. ágúst 2018 til 12. sept. 2018. Skipulagsgögn ligga frammi hjá umhverfis- og framkvæmdasviði að Skildingavegi 5. Gögn skipulagsins eru einnig birt á heimasíðu Vestmannaeyjabæjar, www.vestmannaeyjar.is, undir: Skipulagsmál. Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillöguna. Ábendingum og athugasemdum við tillöguna skal skila skriflega, til umhverfis- og framkvæmdasviðs Skildingavegi 5, b.t. skipulagsfulltrúa eða á netfangið bygg@vestmannaeyjar.is, eigi síðar en 12. sept. 2018.
 
 
 
Skipulagsfulltrúi
Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159