21.ágúst 2018 - 09:57

Afleysingarstaða aðstoðarleikskólastjóra við leikskólann Kirkjugerði

Laus er til umsóknar afleysingarstaða aðstoðarleikskólastjóra leikskólans Kirkjugerði í Vestmannaeyjum.
 
Stjórnunarhlutfallið er 30% á móti 70% starfi á deild. Um er að ræða amk þriggja mánaða afleysingarstöðu. Upplýsingar gefur Bjarney Magnúsdóttir leikskólastjóri Kirkjugerðis í síma 488-2280 Helstu verkefni og ábyrgð: • Vinnur með skólastjóra að stjórnun leikskólans og við framkvæmd og skipulagningu skólastarfsins. • Tekur þátt í faglegri samvinnu leik- og grunnskóla þar sem markmið framtíðarsýnar Vestmannaeyjabæjar eru höfð að leiðarljósi. Hæfniskröfur: • Leikskólakennaramenntun og kennslureynsla í leikskóla. • Menntun og reynsla í stjórnun æskileg. • Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum. • Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður. • Sjálfstæði og skipulögð vinnubrögð. Umsóknarfrestur er til 31. ágúst n.k. Umsóknir berist til leikskólastjóra, á netfangið bjarney@vestmannaeyjar.is „Aðstoðarleikskólastjóri Kirkjugerði“. Laun eru greidd skv. kjarasamningi sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ vegna Félags stjórnenda leikskóla.
Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159