1.nóvember 2018 - 13:53

SAFNAHELGI Í VESTMANNAEYJUM 1. – 4. nóvember 2018

DAGSKRÁ

 
 Fimmtudagurinn 1. nóvember

ELDHEIMAR

Kl. 17:00 Sigurður A. Sigurbjörnsson (Diddi) opnar ljósmyndasýningu.

 

 

Föstudagurinn 2. nóvember

 

SÆHEIMAR

Kl. 15:00 Uppskeruhátíð pysjueftirlitsins.  Ljósmyndir af bjargvættunum sem komu með pysjur til okkar á árinu.

 

EINARSSTOFA

Kl. 18:00 opnar Ellý Ármanns sýninguna Lof um kvenlíkamann. Hlynur Sölvi Jakobsson flytur lög af plötum sínum við opnunina.

 

ELDHEIMAR

Kl. 20:30 les Kristinn R. Ólafsson úr þýðingu sinni á verkinu Soralegi Havanaþríleikurinn eftir Petro Juan Gutierrez. Hljómsveitin Cubalibre slær nokkra kúbanska tóna.

 

 

Laugardagurinn 3. nóvember

 

SAFNAHÚS

 Kl. 11:00 kynnir og les Ásta Finnbogadóttir úr nýrri barnabók sinni Hvalurinn við Stórhöfða.  Teikningar Sigurfinns Sigurfinnssonar úr bókinni prýða barnadeildina okkar um Safnahelgina.

 

SAFNAHÚS

 Kl. 13:00 koma í heimsókn rithöfundarnir Hallgrímur Helgason, Bjarni Harðarson og Halldóra Thoroddsen sem kynna og lesa úr nýjum bókum sínum.

 

 

Sunnudaginn 4. nóvember

 

SAGNHEIMAR

Kl. 12:00-13:00 Saga og súpa.

Halldór Svavarsson kynnir og les úr nýútkominni bók sinni Grænlandsför Gottu í Pálsstofu. Að því tilefni verða einnig sýndar myndir úr eigu eins leiðangursfara, Þorvaldar Guðjónssonar frá Sandfelli sem varðveittar eru í Héraðskjalasafni Vestmannaeyja.

 

Aukinn opnunartími safna og sýninga um Safnahelgi:

 

ELDHEIMAR kl. 13-17: Sýning Didda fimmtud., föstud., laugard. og sunnud.

SAFNAHÚS kl. 13-17: Sýning Ellýjar Ármanns laugard. og sunnud.

SÆHEIMAR kl. 15-18: Uppskeruhátíð pysjueftirlitsins föstud. og kl. 13-16 laugard. og sunnud.

SAGNHEIMAR kl. 13-16: Sýning úr Gottuleiðangrinum laugard. og sunnud.

BÓKASAFNIÐ kl. 13-17: Opið laugard.

Minnt er á hin frábæru veitingahús bæjarins til að gera góða helgi enn betri.

 

 


 

Ellý Ármanns lofar kvenlíkamann, rithöfundarnir Ásta Finnboga, Hallgrímur Helga, Bjarni Harðar og Halldóra Thoroddsen koma og lesa úr nýjum bókum.

Ellý Ármanns.

Sjónvarpsþulan fyrrverandi, spákonan og listamaðurinn Ellý Ármanns kemur í heimsókn til Eyja á Safnahelginni og opnar málverkasýningu í Einarsstofu föstudaginn 2. nóvember kl. 18:00. Með í för verður maðurinn hennar, Hlynur Sölvi Jakobsson tónlistarmaður. Hlynur mun spila við opnun sýningarinnar en hann hefur gefið út þrjár plötur og má finna þær á Spotify undir artist:4R4zHVdrksnytJDfsVdgf0.

Ellý segist aðspurð hafa málað og teiknað frá því hún man eftir sér. Hin síðari ár hefur hún lagt áherslu á kvenlíkamann með kolum sem og abstrakt myndir og nú nýverið blandað saman akrýl, olíu og kolum á striga. „Ég vona að Vestmannaeyingum þykir myndirnar ekki of djarfar, þær eru hugsaðar sem fallegar tjáningar um kvenlíkamann.“ Ellý er ættuð frá Eyjum, en föðurforeldrar hennar voru hjónin Ármann Friðriksson og Ragnhildur Eyjólfsdóttir á Látrum, Vestmannabraut 44. Ellý kemur með nýja sýningu til Eyja sem hún er að hamast við að klára. Sýningin er sölusýning og er opin alla helgina, 12-17.

 

Rithöfundar koma.

Að þessu sinni koma fjórir rithöfundar og kynna og lesa upp úr nýjum bókum sínum í Safnahúsi. Dagskráin skiptist í tvennt. Kl. 11 á laugardaginn 3. nóvember les Ásta Finnbogadóttir úr nýrri barnabók sinni, Hvalurinn við Stórhöfða. Dagskráin heldur síðan áfram kl. 13:00 er þrír rithöfundar koma í heimsókn í Einarsstofu. Hallgrímur Helgason er  með nýja bók í farteskinu, Sextíu kíló af sólskini. Hallgrím þarf ekki að kynna fyrir vestmannaeyingum en hann hefur komið margsinnis á Safnahelgi og kynnt nýjar bækur sínar. Bjarni Harðarson er í senn bókaútgefandi, fornbóksali og rithöfundur. Að þessu sinni kemur hann með nýútgefna bók, Í Gullhreppum sem er framhald af bók hans sem kom út í fyrra, Í skugga drottins. Hann mun jafnframt kynna hið metnaðarfulla bókaforlag sitt, Sæmund og að lokum mun einn rithöfunda forlagsins lesa úr nýrri bók sinni. Það er Halldóra Thoroddsen sem ritaði Katrínarsögu. Allar bækurnar verða til sölu á sérstöku kynningarverði á laugardeginum í samstarfi við Pennann Eymundsson.

 

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159