27.desember 2018 - 11:28

Ný lögheimilislög

Þann 1. janúar 2019 taka í gildi ný lög um lögheimili og aðsetur, sjá nánar hér
 
Í 1. mgr. 13. gr. laganna segir: „Tilkynning um breytingu á lögheimili innanlands og aðsetri skal gerð rafrænt eða á starfs¬stöðvum Þjóðskrár Íslands í samræmi við reglugerð sem ráðherra er heimilt að setja.” Í greinargerð kemur fram að meginreglan verði sú að tilkynningar um lögheimilisskráningar skuli berast með rafrænum hætti. Með þessu ákvæði falla niður heimildir til að skila inn tilkynningum um breytt lögheimili innanlands til lögreglu, sýslumanna og sveitastjórna.

Skráning lögheimilis fer fram á vef Þjóðskrá Íslands á www.skra.is 
Það er einfalt og fljótlegt og er flutningurinn allajafna skráður samdægurs. Einstaklingar þurfa að hafa Íslykil eða rafræn skilríki til að geta nýtt sér rafrænu leiðina. 
Íslykil er hægt að panta á www.islykill.is og óska eftir að hann sé sendur í heimabanka einstaklings (það tekur 5-10 mínútur) eða í bréfpósti á lögheimili hans (tekur 4-6 virka daga).

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159