12.febrúar 2019 - 11:35

Dagskrá 100 ára afmælis kaupstaðarréttinda Vestmannaeyjabæjar

Hér má sjá hvað framundan er:
 
12.-19. febrúar 2019
Sýning á myndlist nemenda við Grunnskóla Vestmannaeyja úr sögu Vestmannaeyja. Sýningin verður í Safnahúsinu á opnunartíma hússins.

14. febrúar 2019
Opinn hátíðarfundur í bæjarstjórn kl. 18:00. Fundurinn fer fram í aðalsal Kviku. Hátíðarsamþykktir. Boðið verður upp á kaffiveitingar að loknum fundi. Annáll og liðlega 100 ljósmyndir tengdar atburðum úr 100 ára sögu bæjarfélagsins og atburðum sem tengjast þróun byggðar í Eyjum sýndar á breiðtjaldi.

15. febrúar 2019
Bæjarstjórnarfundur unga fólksins. Í samstarfi við Grunnskóla Vestmannaeyja munu nemendur í 9. og 10. bekkjum skólans efna til bæjarstjórnarfundar í aðalsal Kviku. Skipulag fundarins verður með sama hætti og hefðbundinn bæjarstjórnarfundur, en unga fólkið mun leggja fram tillögur, bókanir eða áskoranir til bæjarstjórnar. Gert er ráð fyrir að fundurinn fari fram milli kl. 12:00 og 13:30. Boðið upp á veitingar að loknum fundi.

17. febrúar 2019
Opið málþing um Vestmannaeyjar í 100 ár ? tækifæri og ógnanir. Fengnir verða fyrirlesarar úr röðum fræðimanna, frumkvöðla, sérfræðinga eða sérstakra áhugamanna um fortíð, nútíð og framtíð Vestmannaeyja og samfélagsmála í víðara samhengi.

Apríl og október 2019
Kvikmyndahátið á vegum bæjarfélagsins í Eyjabíó. Sýndar verða kvikmyndir, heimildamyndir og myndbrot sem tengjast Vestmannaeyjum í nær heila öld.

2.-3. júlí 2019
Úgáfudagur og dreifing afmælisrits í tilefni 100 ára afmælis Vestmannaeyjabæjar. Stærð afmælisrits verður 100 bls. sem fer í aldreifingu innanbæjar. Upplag rúmlega 2000 eintök. Í ritinu verða meðal efnis ávörp, viðtöl, 100 ára annáll með ljósmyndum sem tengjast atburðum þar sem stiklað er á stóru í sögu Vestmannaeyjabæjar, þróun íbúafjölda, atvinnulífs, menningar o.fl., auk umfjöllunar um bæjarstjórn í og starfsemi bæjarstofnana. Fjögurra manna ritnefnd hefur verið mynduð af fulltrúum afmælisnefndar og Eyjasýnar ehf. Útgáfan er samstarfsverkefni og hefur verið gengið frá samkomulagi um kostnaðar-skiptingu.

5. júlí 2019 (föstudagur í goslokahelgi)
100 ára hátíðardagskrá á Stakkagerðistúni. Stuttar hátíðarræður, tónlist, barnadagskrá o.fl. Unnið í samráði við Goslokanefnd 2019.
Móttaka bæjarstjórnar síðdegis í Eldheimum fyrir boðsgesti. Forseti Íslands, forsætisráðherra, o.fl. ráðherrar, alþingismenn Suðurkjördæmis, núverandi og fyrrverandi bæjarfulltrúar, bæjarstjórar og nokkrir embættismenn Vestmannaeyjabæjar, ásamt mökum.
Tvennir stórtónleikar í boði Vestmannaeyjabæjar  aðrir seinni part dags og hinir um kvöldið  í Íþróttamiðstöðinni (útfært nánar síðar).

2.-3. nóvember 2019
Safnahelgin í Eyjum. Um er að ræða lok 100 ára afmælisársins (útfært nánar síðar). 
Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159