26.febrúar 2019 - 14:29

Bæjarstjórn – 100 ára hátíðarfundur:

Fjölmenni og þingmenn meðal gesta

 
Þann fjórtánda febrúar sl. voru 100 ár frá því fyrsti fundur var  haldinn í bæjarstjórn Vestmannaeyja. Var þess minnst með sérstökum hátíðarfundi í aðalsal Kviku menningarhúsi að viðstöddu fjölmenni. Var hann númer 1543 í röðinni og er gaman að geta þess að fundargerðir bæjarstjórnar eru til frá upphafi. Fundinn sátu Elís Jónsson, forseti bæjarstjórnar, bæjarfulltrúarnir Njáll Ragnarsson, Hildur Sólveig Sigurðardóttir, Helga Kristín Kolbeins, Trausti Hjaltason, Jóna Sigríður Guðmundsdóttir og Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri.

 

Elís, forseti bæjarstjórnar og Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri fóru yfir sögu bæjarstjórnar  og þróun byggðar í Vestmannaeyjum síðustu öldina. Lögð var fram sérstök hátíðarsamþykkt þar sem ákveðið er að halda áfram framkvæmdum við Ráðhús sem ætlað er nýtt hlutverk. Þá var sérstök hátíðarbókun vegna afmælis Kvenfélagsins Líknar sem fagnaði 110 ára afmæli þennan dag.

Meðal gesta á fundinum voru m.a. þingmennirnir Ásmundur Friðriksson, Páll Magnússon, Smári McCarthy, Birgir Þórarinsson, allir úr Suðurkjördæmi og Halldóra Mogensen, þingmaður Reykvíkinga.

Myndatexti: Bæjarstjórn Vestmannaeyja á 100 ára afmælinu. Helga Kristín Kolbeins, Trausti Hjaltason, Njáll Ragnarsson, Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri, Hildur Sólveig Sigurðardóttir, Jóna Sigríður Guðmundsdóttir og Elís Jónsson.

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159