22.mars 2019 - 11:08

Allt um afmælishátíð Vestmannaeyja á heimasíðu Safnahúss

Á heimasíðu Safnahúss Vestmannaeyja, http://safnahus.vestmannaeyjar.is/ er hlekkur þar sem er að finna allt efni, greinar, myndir og myndbansdupptökur af atriðum sem tengjast afmælisdagskrá vegna 100 ára afmælis Vestmannaeyjabæjar sem fagnað er í ár.

 
Síðuna hannaði Viktor P. Jónsson og er hún bæði falleg og aðgengileg.  Ómar Garðarsson, hefur tekið efnið saman. Flestar ljósmyndir á Óskar Pétur og um upptökur sá Halldór B. Halldórsson. Þarna er margt forvitnilegt að finna, m.a. öll erindi sem haldin voru á málþingi í síðasta mánuði um stöðu Vestmannaeyja.
 
Öllum sýningum eru gerð skil ásamt öðru sem fram fer á afmælisárinu. Er fólk, fjölmiðlar og aðrir hvattir til að kíkja við og sjá hvað hefur verið gert og hvað er framundan.
Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159