15.apríl 2019 - 14:49

Vestmannaeyjar 100 ára – Dagskráin heldur áfram

Það á að vera takmark okkar Eyjamanna allra að minnast 100 ára afmælis Vestmannaeyja með veglegum hætti. Starfandi er afmælisnefnd á vegum bæjarins sem skipulagt hefur dagskrána í stærstum dráttum en svo eru að detta inn viðburðir sem á einn eða annan hátt tengjast afmælisárinu. 
 
Dagskráin hófst strax á nýársdag með sýningu á safni Kjarvalsmynda í eigu Vestmannaeyja sem er með þeim stærstu á landinu. Síðan tók við hver dagskrárliðurinn af öðrum og áfram skal haldið.

 

Næsti stóri viðburðurinn er Kvikmyndahátíð í maí og svo verður hápunkturinn í byrjun júlí. Til að auðvelda fólki að fylgjast með því sem framundan er dagskrána að finna á áberandi stað á Eyjafjölmiðlunum, eyjafrettir.is, eyjar.net og tigull.is. Auk þess á heimasíðu Vestmannaeyjabæjar, vestmannaeyjar.is og heimasíðu Safnahúss, safnahus.vestmannaeyjar.is.

 

Er þetta líka hugsað fyrir þá sem ætla að koma hingað og taka þátt í hátíðinni með okkur og Eyjafólki sem vilja skipuleggja frí og ferðalög með tilliti til hátíðarhaldanna.

 

Um leið og við hvetjum alla til að taka þátt í dagskránni viljum við benda á að allt um það sem þegar hefur farið fram er að finna á vestmannaeyjar.is og safnahus.vestmannaeyjar.is.

 

Dagskráin verður uppfærð jafnóðum og breytingar verða.

 

 

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159