22.maí 2019 - 14:15

Ferðir með Strætó til og frá Landeyjahöfn.

Sumaráætlanir leiða 51 (Höfn/Rvk) og 52 (Landeyjahöfn/Rvk) í leiðarkerfi Strætó.

 

 
Forsenda breytinga er að samnýta akstur í núverandi leiðakerfi um Suðurland og tengja þann akstur við morgun- og síðdegisferð Herjólfs.

 

Farnar verða tvær ferðir á dag til Landeyjahafnar alla daga á leið 52 til móts við Herjólf:

• Á virkum dögum er ekið frá Mjódd kl. 8:00 á móts við ferð Herjólfs frá Landeyjahöfn kl. 10:45 og frá Mjódd kl. 18:00 til móts við ferð frá Landeyjahöfn kl. 20:45.

• Á virkum dögum bíður svo vagninn eftir Herjólfi sem fer frá Vestmannaeyjum kl. 9:30 og 19:30, brottför frá Landeyjahöfn að Mjódd er kl. 10:35 og 20:40.

• Um helgar er ekið frá Umferðamiðstöðinni kl. 7:55 (með viðkomu í Mjódd kl. 8:10) og frá Mjódd kl. 15:15, til móts við ferðir Herjólfs frá Landeyjahöfn kl. 10:45 og 18:15.

• Um helgar bíður svo vagninn eftir Herjólfi sem fer frá Vestmannaeyjum kl. 9:30 og 17:00, brottför frá Landeyjahöfn er kl. 10:25 og 18:00.

 

Breytingin tekur gildi 26. maí n.k. eða um leið og sumaráætlun tekur gildi í leiðarkerfi Strætó á Suðurlandi og víðar.

 

Nánari upplýsingar á vef Strætó

https://www.straeto.is/is/timatoflur/2/28

 

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159