19.júní 2019 - 11:05

Nýr Herjólfur

 Nýr Herjólfur er án efa stærsta afmælisgjöf Vestmannaeyinga nú þegar við fögnum 100 ára afmæli Vestmannaeyjakaupstaðar.

 
Langþráður draumur Eyjamanna um nýja ferju varð að veruleika þegar nýr Herjólfur, sá fjórði í röðinni, lagðist að bryggju í Friðarhöfn á laugardaginn var. Fjöldi manns var mættur til að fagna komu skipsins sem á eftir að stórbæta samgöngur í Landeyjahöfn. Nýi Herjólfur virkar minni en sá gamli, en svo er í raun ekki og munar litlu á lengd og breidd skipanna. Það sem mestu skiptir er að nýja ferjan hentar betur í Landeyjahöfn, ristir minna og lætur mun betur að stjórn en gamla ferjan.

Þetta er stórt skref í samgöngusögu Vestmannaeyja og það var líka að sjá og heyra á gestum við móttöku skipsins um helgina þar sem áætlað er að á þriðja þúsund manns hafi skoðað ferjuna. Öllum þeim sem komið hafa að þessu stóra og veigamikla verkefni eru þökkuð frábær störf.

 

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159