11.júlí 2019 - 09:57

Starfsmaður á hæfingarstöð/skrifstofu

Helstu verkefni og ábyrgð

·         Starfsmaður er þátttakandi í því að skapa aðstöðu fyrir starfsmenn í verndaðri vinnu til margháttaðra starfa og verkefna í Heimaey og leitast við að auka færni þess til að takast á við sem flest störf innan vinnustaðarins.

·         Starfsmaður sinnir leiðbeinendahlutverki í  vinnusal og Endurvinnslu.

·         Starfsmaður sér um kertapantanir og samskipti við viðskiptavini.

·         Starfsmaður sér um útgreiðslu skilagjalds Endurvinnslunnar og skil til bókara á skrifstofu Vestmannaeyjabæjar.                                                                                                                                              

 

 
Hæfniskröfur

·         Góð almenn menntun.

·         Hæfni í mannlegum samskiptum.

·         Reynsla af starfi með fötluðu fólki æskileg.

·         Stundvísi, skipulagshæfni og sjálfstæði í starfi.

·         Jákvætt viðhorf og sveiganleiki.

·         Reynsla af sölu og markaðsmálum kostur.

·         Hreint sakavottorð í samræmi við lög sem og reglur Vestmannaeyjabæjar.

 

Frekari upplýsingar um starfið

Staðan er laus frá og með 15. ágúst 2019. Unnið er samkvæmt lögum um málefni fatlaðs fólks. Laun og kjör skv. kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga og Stavey eða Drífanda. Umsóknareyðublöð má nálgast í afgreiðslu bæjarskrifstofa eða á heimasíðu Vestmannaeyjabæjar, http://vestmannaeyjar.is , undir stjórnsýsla, eyðublöð og atvinnuumsókn. Umsóknum ásamt ferilskrá skal skilað í afgreiðslu bæjarskrifstofa eða á rafrænu formi á netfangið lisa@vestmannaeyjar.is merkt  ,, Starfsmaður á hæfingarstöð/skrifstofu“. Vestmannaeyjabær hvetur jafnt karla sem konur til að sækja um starfið.

Starfshlutfall

50%

Umsóknarfrestur

15.07.2018

Ráðningarform

Fastráðning

Nánari upplýsingar um starfið veitir Lísa Njálsdóttir forstöðumaður Heimaeyjar vinnu og hæfingarstöðvar í tölvupósti lisa@vestmannaeyjar.is eða í síma 4882620

 

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159