24.júlí 2019 - 10:51

Umsjón fasteigna Vestmannaeyjabæjar

Vestmannaeyjabær auglýsir eftir starfsmanni til að hafa umsjón með fasteignum Vestmannaeyjabæjar. Um er að ræða fullt starf og er æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. 

 

Helstu verkefni:

-          Umsjón og eftirlit með fasteignum Vestmannaeyjabæjar.

-          Létt viðhald og minniháttar framkvæmdir á húsnæði og opnum svæðum.

-          Flöggun á lögbundnum og formlegum fánadögum.

-          Önnur tilfallandi verkefni sem framkvæmdastjórar bæjarins og forstöðumaður Þjónustumiðstöðvar óska eftir.

Menntunar- og hæfniskröfur:

-          Iðnmenntun og/eða reynsla af iðnaðarstörfum eða húsvörslu.

-          Óskað er eftir laghentum og úrræðagóðum einstaklingi.

-          Samstarfshæfni, jákvæni og lipurð í mannlegum samsktipum.

-          Bílpróf er skilyrði.

Nánari upplýsingar um starfið:

Umsjónarmaður fasteigna hefur aðsetur í Þjónustumiðstöð Vestmannaeyjabæjar. Næsti yfirmaður er forstöðumaður Þjónustumiðstöðvarinnar.

Vinnutími er frá 07:30 til 17:00 virka daga og nauðsynlegt er að bregðast við aðkallandi verkefnum utan þess tíma ef þörf er á. Nánari upplýsingar um starfið veitir Jóhann Jónsson, forstöðumaður Þjónustumiðstöðvar (johann@vestmannaeyjar.is) og Angantýr Einarsson framkvæmdastjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs (angantyr@vestmannaeyjar.is).

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Starfsmannafélags Vestmannaeyjabæjar (STAVEY) eða Drífanda og Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Vestmannaeyjabær hvetur jafnt konur sem karla til að sækja um starfið.

Umsóknum ásamt menntunar- og starfsferilskrám skal skila til Bæjarskrifstofa Vestmannaeyja, Bárustíg 15, 900 Vestmannaeyjum og merkja „Umsjón með fasteignum Vestmannaeyjabæjar“.  Einnig er hægt að skila umsóknum á netfangið postur@vestmannaeyjar.is

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin

Umsóknarfrestur er til og með 14. ágúst nk. 
Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159