30.ágúst 2019 - 12:13

Að duga eða drepast – Bók Bjarna Jónassonar:

Mætir með bókina í Einarsstofu á sunnudaginn kl. 13.00.

 

 
Bjarni Jónasson, háseti, kokkur, vélstjóri og stýrimaður, hljóðfæraleikari, flugmaður, rak flugfélag, útvarpsstöð, fór fyrir framboðslista í bæjarstjórnarkosningum og kenndi í mörg ár hefur skrifað bók um ævi sína. Bókina kallar hann, Að duga eða drepast. Bjarni verður með bókina í Einarsstofu á sunnudaginn, 1. september kl. 13.00. Bókin er hin glæsilegasta og mikið af myndum sem gefa henni aukið gildi. 

 

Bókin verður kynnt og til sölu í Einarsstofu og verður fróðlegt að sjá og heyra Bjarna segja frá bókinni og valda vini hans lesa stutta kafla. Allir eru velkomnir

Myndatexti:

Bjarni í beinni með góðri aðstoð barnabarnanna.

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159