6.september 2019 - 16:00

Björgunarfélagið í Einarsstofu á laugardaginn 7. september kl. 13.00

 Á morgun laugardag kl. 13.00 í Einarsstofu verður Afmælisblað Björgunarfélagsins kynnt áður en það fer í dreifingu um alla bæ. Sýndar verða rúllandi myndir á sýningartjaldi úr sögu félagsins, auk mynda  frá Hálendisvakt björgunarsveitarinnar í síðusta mánuði og ýmsir munir og tæki, bæði gömul og ný verða til sýnis.

 

Blaðið spannar 100 ára sögu BV og verður það  formlega afhent Björgunarfélaginu.

 

Sagt verður frá undirbúningi að dagskrá í Sagnheimum þar sem minnast á komu björgunar- og varðskipsins Þórs til Vestmannaeyja. Þann 26. mars 1920 verða 100 ár frá komu skipsins.  

 

Arnór Arnórsson formaður afhendir Kára Bjarnasyni forstöðumanni Safnahúss fundargerðarbækur félagsins til varðveislu.

 

Fólk er hvatt til að fjölmenna og gleðjast með Björgunarfélagi Vestmannaeyja sem við eigum svo mikið að þakka.

 
Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159