1.nóvember 2019 - 14:52

Persónuverndaryfirlýsing Vestmannaeyjabæjar

Vestmannaeyjabær hefur að undanförnu unnið að innleiðingu persónuverndarlaga í samráði við DattacaLabs ehf
 
Á bæjarstjórnarfundi  í gær var samþykkt persónuverndaryfirlýsing en þar má sjá hvaða persónuupplýsingum Vestmannaeyjabær safnar um einstaklinga og í hvaða tilgangi. Þá má finna upplýsingar um aðra viðtakendur upplýsinganna og hvað þær eru geymdar lengi. Auk þess má finna upplýsingar um á hvaða grundvelli sveitarfélagið safnar persónuupplýsingum, hvaða réttinda einstaklingar njóta og fleiri mikilvægar upplýsingar sem tengjast lögum um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga nr. 90/2018.
Persónuverndaryfirlýsinguna má finna á heimasíðu Vestmannaeyjabæjar en þar er auk þess að finna nýsamþykkta innri persónuverndarstefnu Vestmannaeyjabæjar.
 
 
Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159