- Aðrar
- Bæjarstjórnarfundur í beinni
- Ljósopið – Þar sem kynslóðirnr mætast
- FUNDARBOÐ
- Staða náms- og starfsráðgjafa við GRV
- Bjarni Harðar, Eyjabikarinn afhentur og fleira í Einarsstofu á sunnudaginn
- Bjarni Harðar í mörgum hlutverkum í Einarsstofu á sunnudaginn
- Guðrún Bergmann með góð ráð fyrir konur
- Kindasögur í Einarsstofu á sunnudaginn
- Eyjasundsbikarinn
- Katarzyna með sína sýn á Vestmannaeyjar
- Eldri
Fjölbreytt dagskrá Safnahelgar heldur áfram
Annar hluti Safnahelgar hefst í kvöld, 15. nóvember kl. 17:00 í Einarsstofu í Safnahúsi. Þar mæta stórkanónur á sýningarröðinni, Vestmannaeyjar í gegnum ljósopið mitt. Á þessari 10. ljósmyndasýningu sýna Jói Myndó, Sigmar Pálmason (Bói Pálma) og Halldór Sveinsson.
Í kvöld klukkan kl. 20:30 í Eldheimum mætir enginn annar en Halldór Einarsson (Henson) og kynnir nýja bók sína. Halldór er með skemmtilegri mönnum og hefur víða komið við sem knattspyrnumaður og Valsari og sem athafnamaður. Verður örugglega gaman að sjá hann og heyra og ekki skemmir fyrir að hann var í Eyjum hjá ömmu og afa á yngri árum.
Laugardagur 16. nóvember
Það þykir alltaf tíðindum sæta þegar ný bók kemur út og enn frekar þegar um 60 ár skilja höfundana að. Það eru þau Sunna Einarsdóttir 15 ára og Sigurgeir Jónsson sem standa að bókinni Munaðarlausa stúlkan sem hann skrifar og hún myndskreytir.
Þau ætla að kynna bókina á morgun, laugardag 16. nóvember kl. 11:00 í Einarsstofu, Safnahúsi. Sigurgeir kynnir bókina og sýndar verða teikningar Sunnu.
Samhliða verður boðið upp á tónlistaratriði á vegum Tónlistarskóla Vestmannaeyja. Þar mætir Daníel Franz og syngur við eigin gítarundirleik.
Á sama stað kl. 13.00 fjallar Ragnar Jónsson á Látrum um spíramálið í Vestmannaeyjum á þjóðhátíð 1943 þegar níu manns létust eftir að hafa drukkið tréspíritus.
Strax á eftir erindi Ragnars fjallar Ragnar Óskarsson um Sigríðarslysið í Sagnheimum. Sigríður strandaði við Ofanleitishamar og kleif Jón Vigfússon, einn skipverja „ókleifan“ hamarinn og gerði viðvart. Björguðust allir úr áhöfn Sigríðar.