26.nóvember 2019 - 09:36

Tilkynning frá Íþróttamiðstöðinni

Í dag þriðjudaginn 26. Nóv verður gangurinn sem nú er gengið í gegnum til að komst í sundlaugina lokað.

 
 Skipt verður um þak á honum og áætlað er að opna ganginn aftur föstudagsmorgun.

Sömu klefar verða ennþá fyrir sundlaugargesti, en þar til gangurinn verður opnaður aftur verður gengið framhjá afgreiðslunni og inní sundlaugarsal.

Annars ganga framkvæmdir vel og gufan komin á fullt.

Siggi Múrari er byrjaður að flísaleggja karlaklefann og kemur hann vel út.

Einnig viljum við þakka kærlega fyrir þann skilning sem sundlaugargestir hafa sýnt framkvæmdunum

Kveðja Starfsólk íþróttamiðstöðvarinnar

 

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159