29.nóvember 2019 - 15:11

Eyjasundsbikarinn

Þann 23. júlí sl., vann Sigrún Þuríður Geirsdóttir það afrek, fyrst kvenna, að synda svokallað Eyjusund, frá Vestmannaeyjum til Landeyjasands.

Í tilefni af þessu afreki Sigrúnar Þuríðar hefur Vestmannaeyjabær ákveðið að útbúa sérstakan Eyjasundsbikar þar sem fram koma nöfn þeirra sem þreytt hafa umrætt sund og veita þeim einstaklingum viðurkenningarskjal sem lokið hafa sundinu. Eyjasundsbikarinn verður varðveittur í verðlaunaskáp sundlaugar Vestmannaeyjabæjar.

Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri mun afhenda sundgörpum viðurkenningu fyrir Eyjasundið við hátíðlega athöfn í Einarsstofu sunnudaginn 1. desember kl. 12:30.

Formleg dagskrá í Safnahúsi á sunnudaginn hefst með súpu í boði Söguseturs 1627. Bjarni Harðarson mun undirrita samning við Sögusetur um útgáfu á Reisubók sr. Ólafs Egilssonar. Í framhaldi verður Eyjasundsbikarinn kynntur og viðurkenningarskjöl veitt og loks mun Bjarni kynna nýjar bækur hjá Sæmundarútgáfunni og lesa úr nýjum bókum ásamt Guðjóni Ragnari Jónassyni.

 
Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159