3.desember 2019 - 11:48

Staða náms- og starfsráðgjafa við GRV

50 % staða náms- og starfsráðgjafa við Grunnskóla Vestmannaeyja er laus til umsóknar. Staðan er til afleysingar út skólaárið 2019-2020.

 
Viðkomandi þarf að hafa leyfisbréf sem náms- og starfsráðgjafi, vera metnaðarfullur, ábyrgur, áhugasamur, hæfni og lipurð í samskiptum er mikilvægur þáttur. Viðkomandi þarf að vera tilbúinn í öflugt samstarf, með velferð og þroska nemenda að leiðarljósi.  Í Grunnskóla Vestmannaeyja eru um 515 nemendur.

Viðkomandi þarf að hafa hreint sakavottorð. Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningi KÍ.

Umsóknarfrestur er til 12. des. nk. Ekki er sótt um á sérstökum eyðublöðum en umsókn skal fylgja ítarleg ferilská, leyfisbréf til að nota starfsheitið náms- og starfsráðgjafi auk annarra gagna er málið varðar. Umsóknum ber að skila á rafrænu formi á netfangið annaros@grv.is merkt:  Náms- og starfsráðgjafi við GRV.

Starfsmaður þarf að geta hafið störf 6. janúar 2019.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Anna Rós Hallgrímsdóttir skólastjóri S: 488-2202, annaros@grv.is

 

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159