3.janúar 2020 - 16:09

Vestmannaeyjabær og Vestmannaeyjahöfn fengu Græna ljósið

Vestmannaeyjabær og Vestmannaeyjahöfn fengu í dag Græna ljósið frá Orkusölunni sem staðfestir og vottar að sveitarfélagið og höfnin nota í rekstri sínum 100% endurnýjanlega raforku með upprunaábyrgðum samkvæmt alþjóðlegum staðli. Vottunin er liður í grænni vegferð sveitarfélagsins og er í samræmi við ákvörðun Umhverfis- og skipulagsráðs, þar sem ákveðið var að vinna að umhverfisstefnu fyrir sveitarfélagið í samráði við íbúa og fyrirtæki, en umhverfismál koma öllum við. Markmið umhverfisstefnu er meðal annars ætlað að tryggja íbúum sveitarfélagsins heilnæmt og öruggt umhverfi og skal taka tillit til hennar í allri starfsemi sveitarfélagsins. Að auki mun hagstæður samningur við Orkusöluna um raforkukaup skila sér í lægri rekstrarkostnaði fyrir sveitarfélagið og stofnanir þess.
 
 
Hvað er grænt ljós?
 
Grænt ljós er eitt af einkennismerkjum Orkusölunnar, þar sem öll raforkusala er vottuð 100% endurnýjanleg með upprunaábyrgðum samkvæmt alþjóðlegum staðli. Græn vottun skiptir máli í viðskiptaumhverfinu og því eru fyrirtæki í auknu mæli að sækja sér Grænt ljós frá Orkusölunni til að aðgreina sig á markaðnum.
 

Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri og Halla Marinósdóttir frá Orkusölunni ehf. undirrituðu saminginn i dag.

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159