15.janúar 2020 - 09:57

Fjármálastjóri Vestmannaeyjabæjar

Vestmannaeyjabær auglýsir starf fjármálastjóra bæjarins laust til umsóknar. Um er að ræða fullt starf og er æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst á nýju ári. 
 
Fjármálastjóri hefur umsjón með áætlanagerð og fjármálastjórnun í samvinnu við bæjarstjóra og framkvæmdastjóra sviðanna.

Helstu verkefni:

-          Umsjón með árlegri fjárhagsáætlanagerð, langtímaáætlun og forsendum áætlana

-          Annast greiðslu á útgjöldum Vestmannaeyjabæjar í samráði við bæjarstjóra og framkvæmdarstjóra sviða

-          Útgreiðsla launa og launatengdra gjalda

-          Umsjón með ávöxtun fjármuna bæjarins ásamt framkvæmdastjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs og samskipti við eignastýringaraðila banka

-          Annast regluvörslu Vestmannaeyjabæjar.

-          Umsýsla og eftirlit með fjármálum stofnanna bæjarins. Gætir samræmis í vinnulagi um fjármálasýslu bæjarins.

-          Frágangur ársreiknings í samráði við bæjarstjóra, aðalbókara, endurskoðendur og framkvæmdastjóra bæjarins.

-          Samráð og ráðgjöf til stjórnenda um fjármálastjórnun

Menntunar- og hæfniskröfur:

-          Menntun sem nýtist í starfi, svo sem viðskipta- eða hagfræðimenntun.

-          Viðbótarmenntun í reikningshaldi eða endurskoðun er kostur

-          Víðtæk reynsla af fjárhagsáætlanagerð og fjármálastjórnun

-          Þekking á reikningshaldi

-          Þekking og reynsla af opinberum fjármálum, sérstaklega sveitarfélaga

-          Góð þekking, færni og reynsla af fjárhagskerfum (Navision, Oracle eða annarra sambærilegra kerfa).

-          Kunnátta og færni í Excel og Word

-          Samskiptahæfni, jákvæðni og lipurð í mannlegum samskiptum

Nánari upplýsingar um starfið veitir Sigurbergur Ármannsson, fjármálastjóri í síma 488-2000 eða á netfangið: sigurbergur@vestmannaeyjar.is

Laun eru samkvæmt kjarasamningi viðkomandi stéttarfélags og launanefndar sveitarfélaga.

Vestmannaeyjabær hvetur jafnt konur sem karla til að sækja um starfið.

Umsóknum ásamt menntunar- og starfsferilskrám skal skila til Bæjarskrifstofa Vestmannaeyja, Bárustíg 15, 900 Vestmannaeyjum og merkja „fjármálastjóri Vestmannaeyjabæjar“.  Einnig er hægt að skila umsóknum á netfangið postur@vestmannaeyjar.is

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin

Umsóknarfrestur er til og með 4. febrúar nk.

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159